top of page

Whisper / Hvísla  

2018

INSTALLATION IN REYKJAVIK ART MUSEUM: KJARVALSTAÐIR

Audioguide, memory foam, soap.

 

Whisper - Audioguide - Svanhildur Haraldsdóttir
00:0000:00

The work is composed of three elements: soap, a bench and a sound piece. Through small interventions each component aims to alter the way to experience the exhibition, where to linger and how to move through the surroundings.

It is possible to access the sound piece in the museum's reception. A narrative where the boundaries of facts and fiction blurs in the passing moments guides the listener through the space. The viewer is invited to take a seat on the bench in the gallery space and as it molds around the body it retains its shape for a while. At the bathroom the dispensers are replaced by bar soap which calls attention to the material´s haptic relationship with our senses. Memories emerge through perception and come from all directions, fragile and twisted together. Past experiences affect our behavior in relation to the space. The surroundings have an important influence on us, yet simultaneously we influence the space, moulding together.

In Reykjavík there is a street

on the street there is a house

in the house there is a corridor

in the corridor there is a room

in the room there is a bed

on the bed there is a blanket

under the blanket there is a girl

the girl turned the blanket over

the blanket turned the bed over

the bed turned the room over

the room turned the corridor over

the corridor turned the house over

the house turned the street over

and the street turned Reykjavík over

//

Í Reykjavík er gata

við götuna er hús

í húsinu er gangur

við ganginn er herbergi

í herberginu er rúm

á rúminu er sæng

undir sænginni er stelpa

stelpan sneri við sænginni

sængin sneri við rúminu

rúmið sneri við herberginu

herbergið sneri við ganginum

gangurinn sneri við húsinu

húsið sneri við götunni

og gatan sneri við Reykjavík

Verkið samanstendur af þremur hlutum; sápu, bekk og hljóðverki. Hver hlutur er eins konar inngrip sem snýr að upplifun af sýningunni, hvar staldrað er við og hvernig ferðast er um rýmið.

Hægt er að nálgast hljóðverk í afgreiðslu safnsins. Frásögnin leiðir hlustandann um rými þar sem mörk milli skáldskapar og staðreynda mást út. Áhorfanda er boðið upp á að fá sér sæti inni í sýningarrými þar sem svampur bekksins leggst þétt að líkamanum og geymir form hans um stund. Inni á salernum hefur sápum safnsins verið skipt út fyrir aðrar og athygli beint að náinni skynjun efnisins. Skynjun kallar fram minningar sem koma úr öllum áttum, viðkvæmar og tvinnast saman. Fyrri upplifanir hafa áhrif á hegðun okkar inni í rýminu. Umhverfið er mikill áhrifavaldur en jafnframt höfum við einnig áhrif á rýmið, þannig hnoðumst við saman.

Hvísla - Hljóðleiðsögn - Svanhildur Haraldsdóttir
00:0000:00

Minningar okkar eru eins og síbreytilegur straumur sem við náum aldrei fullkomlega að fanga. Þær eru í stöðugri endurnýjun, endurröðun og með því að rifja þær upp, byggjum við þær upp og eru óteljandi leiðir til þess. Í samtali við aðra er hægt að skapa og deila sögum út frá minningum okkar. Þetta verk var skapað í samtali við marga og tók breytingum út frá þeim. Á sýningartímabilinu hélt það síðan áfram að mótast í nánu samtali við sýningargesti.

 

bottom of page