Blár er uppáhalds liturinn
Litur er ekki náttúrulegur heldur
félagslegt fyrirbrigði
og menningarleg afurð.
Blár er liturinn.
Blár er litur hreinleikans, litur hetja,
litur friðar og sakleysis.
Ljóðskáld yrkja um
hið bláa blóm.
Þekkingin um það hvernig á að ná bláum lit
frá jurtum úr íslenskri flóru er gleymd.
Blár er upp-á-halds liturinn.
Að halda upp á og viðhalda.
Að geyma og erfa.
Að fyrnast og hverfa.
Að vera.
Að hrærast í minni fortíðarinnar en líta til bláma framtíðar.
Eða týna sér þar á milli og hverfa út í bláinn.
Blár er eftirlætis liturinn.
Searching for blue / Flóra Íslands
2016
INSTALLATION
Mixed media - Thread, water, glass, mirror, hot plate, pot, woodenframe, clothes pins, flowers(Campanula rotundifolia/ Geranium sylvaticum), blueberries(bog bilberry) flower pressed on paper, cottonsheed, sheepwool, synthetic fabric.