top of page
Þín eigin bókasafnsráðgáta er ratleikur sem fer um alla króka og kima Gerðubergs.
Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í heim byggðan úr mörgum þúsunda bóka! Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, bókasafnari og aðalpersónan í ráðgátunum þremur; Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni.
Týndar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og undarlegir húsverðir hafa tekið yfir.
Sýninguna var unnin í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur leikjahönnuð og sviðsmyndahönnuðinn Auði Ösp Guðmunsdóttur. Ráðgáturnar voru unnar í samstarfi við rithöfundinn Ævar Þór Benediktson.
Ljósmyndir: Leifur Wilberg, Embla Vigfúsdóttir og Svanhildur Halla Haraldsdóttir
Sýningin stendur frá sept. 2021 - apríl 2022.
bottom of page